Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. janúar 2015 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Raiola: Pogba fer ekkert fyrr en í sumar
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, fer ekki frá félaginu í þessum mánuði en Mino Raiola, umboðsmaður leikmannsins, greinir frá þessu.

Pogba, sem er 21 árs gamall, er einn af bestu miðjumönnum heims í dag en hann hefur verið magnaður með Juventus frá því hann kom fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Hann var orðaður við Chelsea, Real Madrid og Manchester United síðasta sumar en ekkert varð úr því.

Raiola segir að leikmaðurinn fari ekki fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi og að samband Pogba við Manchester United sé ekki eins brotið og fólk heldur.

,,Paul var að endurnýja samning sinn á dögunum á Ítalíu en hann er með fimm ára samning við Juventus en maður veit ekki hvað gerist í júní eða júlí," sagði Raiola.

,,Paul hefur alltaf sagt það að hann er ekki bitur eða pirraður út í Manchester United, lífið heldur bara áfram," sagði Raiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner