Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. janúar 2015 13:17
Arnar Geir Halldórsson
Ribery: Ættum að sniðganga Ballon d´Or
Mynd: Getty Images
Franck Ribery er harðorður í garð Ballon d´Or verðlaunanna og segir það vera tímasóun fyrir aðra en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi að mæta þegar verðlaunin eru afhent.

Ronaldo og Messi hafa unnið verðlaunin síðustu sjö árin og segir Ribery að það hafi komið sér verulega á óvart að Manuel Neuer hafi ekki hlotið verðlaunin í ár en Ribery var sjálfur í þriðja sætinu á síðasta ári. Hann ræddi þessi mál í viðtali við þýska tímaritið AZ Munchen.

,,Þetta pirraði mig en það er sama sagan á hverju ári. Ég veit ekki hvað maður þarf að gera til að vinna þessi verðlaun því þegar Ronaldo og Messi eru tilnefndir á þriðji maðurinn ekki möguleika." sagði Frakkinn pirraður.

,,Ef að annar leikmaður Bayern verður tilnefndur finnst mér að við ættum að ræða það að sniðganga verðlaunaafhendinguna. Tilhvers að mæta? Til að láta taka mynd af sér? Þetta er bara pólitík."

,,Neuer hefur verið besti markvörður heims síðustu þrjú árin. Hann hefur unnið marga titla og í Brasilíu var hann besti markvörðurinn og varð heimsmeistari en það er greinilega ekki nóg."
sagði Ribery að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner