Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. janúar 2015 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Royston Drenthe til Tyrklands (Staðfest)
Royston Drenthe lék eitt sinn með Real Madrid en er nú kominn til Tyrklands
Royston Drenthe lék eitt sinn með Real Madrid en er nú kominn til Tyrklands
Mynd: Getty Images
Royston Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid á Spáni, er genginn til liðs við Kayseri Erciyesspor í Tyrklandi en félagið staðfesti það í gær.

Drenthe, sem er 27 ára gamall, var einn efnilegasti leikmaður heims árið 2007 er hann var valinn besti leikmaðurinn á EM U21 en Real Madrid keypti hann ári síðar.

Ferillinn hefur hins vegar farið niður á við eftir veru hans hjá Madrídingum en hann lék með Alania Vladikavkaz árið 2013 áður en hann samdi við Reading.

Hann er nú kominn til Kayseri en hann rifti samning sínum við Reading og hélt til Tyrklands til að lífga upp á ferilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner