Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 24. janúar 2017 22:55
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán: Veikleikarnir öskruðu á okkur
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa fengið skell og tapað 1-6 fyrir ÍA í Fótbolta.net mótinu um liðna helgi þá sýndi Grindavík annað andlit í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Grindvíkingar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni í sumar.

„Við reynum að nota þennan tíma til að finna veikleika og veikleikarnir öskruðu á okkur eftir Skagaleikinn, við vorum eins og gatasigti í þeim leik. Þá var ekkert annað í stöðunni en að þétta raðarnir og vinna með agaðan leik. Ég tel okkur hafa náð því í dag. Við erum að far á stóra sviðið og verðum þá að kunna að vera agaðir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.

Andri Rúnar Bjarnason kom Grindavík yfir í kvöld.

„Við erum með Andra Rúnar sem er ótrúlega öflugur og góður framherji. Hann þarf ekki mikið eins og hann hefur sýnt."

Hvernig er hópur Grindavíkur eins og hann er í dag tilbúinn að takast á við Pepsi-deildina?

„Ég er alveg með fínan hóp. Ég treysti honum alveg í þetta verkefni. Þetta snýst um að vera líka mikið úrval, hafa breidd. Við erum á góðri leið en þurfum að styrkja okkur eitthvað meira."

„Besti leikmaður okkar undanfarin tíu ár var að spila með Stjörnunni í dag. Við þurfum að skoða í hans stöðu og erum að því," segir Óli sem er þar að tala um bakvörðinn Jósef Kristinn Jósefsson sem gekk í raðir Garðabæjarliðsins í haust.
Athugasemdir
banner
banner