Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   þri 24. janúar 2017 22:55
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán: Veikleikarnir öskruðu á okkur
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa fengið skell og tapað 1-6 fyrir ÍA í Fótbolta.net mótinu um liðna helgi þá sýndi Grindavík annað andlit í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Grindvíkingar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni í sumar.

„Við reynum að nota þennan tíma til að finna veikleika og veikleikarnir öskruðu á okkur eftir Skagaleikinn, við vorum eins og gatasigti í þeim leik. Þá var ekkert annað í stöðunni en að þétta raðarnir og vinna með agaðan leik. Ég tel okkur hafa náð því í dag. Við erum að far á stóra sviðið og verðum þá að kunna að vera agaðir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.

Andri Rúnar Bjarnason kom Grindavík yfir í kvöld.

„Við erum með Andra Rúnar sem er ótrúlega öflugur og góður framherji. Hann þarf ekki mikið eins og hann hefur sýnt."

Hvernig er hópur Grindavíkur eins og hann er í dag tilbúinn að takast á við Pepsi-deildina?

„Ég er alveg með fínan hóp. Ég treysti honum alveg í þetta verkefni. Þetta snýst um að vera líka mikið úrval, hafa breidd. Við erum á góðri leið en þurfum að styrkja okkur eitthvað meira."

„Besti leikmaður okkar undanfarin tíu ár var að spila með Stjörnunni í dag. Við þurfum að skoða í hans stöðu og erum að því," segir Óli sem er þar að tala um bakvörðinn Jósef Kristinn Jósefsson sem gekk í raðir Garðabæjarliðsins í haust.
Athugasemdir
banner