Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   þri 24. janúar 2017 22:42
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Ólafur Ingi veit af áhuga Stjörnunnar
Ólafur Ingi á 27 landsleiki.
Ólafur Ingi á 27 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Stjarnan hefur áhuga á að fá Ólaf Inga Skúlason, miðjumanninn reynda, í sínar raðir. Þetta viðurkenndi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Garðabæjarliðsins, í viðtali eftir 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Fótbolta.net mótinu í kvöld.

Ólafur, sem er 33 ára, hefur spilað lengi í atvinnumennskunni, á Englandi, Belgíu og Svíþjóð áður en hann hélt til Tyrklands þar sem hann leikur nú fyrir Karabukspor í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Ólafur hefur sagt líkur á að hann spili hér á Íslandi næsta sumar.

„Ólafur Ingi er frábær fótboltamaður og ef hann er á leið til Íslands þá skoðum við það hvort það sé möguleiki að hann vilji koma til okkar. Það eru sennilega mörg önnur lið á eftir honum," segir Rúnar sem segir að Ólafur viti af áhuga Stjörnunnar.

Hólmbert byrjar á núllpunkti
Rúnar segist ánægður með núverandi hóp, hann sé góð blanda af yngri og eldri leikmönnum.

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Stjörnunnar í leiknum í kvöld. Hólmberti gekk illa í markaskorun á síðasta tímabili en hefur fundið leiðina í markið í undanförnum leikjum.

„Hann byrjar á núllpunkti hjá okkur núna á nýju tímabili. Hann hefur verið að æfa vel og er kominn í betra stand. Við bindum vonir við hann," segir Rúnar en í viðtalinu tjáir hann sig nánar um hópinn og leikinn í kvöld.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner