Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   þri 24. janúar 2017 22:42
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Ólafur Ingi veit af áhuga Stjörnunnar
Ólafur Ingi á 27 landsleiki.
Ólafur Ingi á 27 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Stjarnan hefur áhuga á að fá Ólaf Inga Skúlason, miðjumanninn reynda, í sínar raðir. Þetta viðurkenndi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Garðabæjarliðsins, í viðtali eftir 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Fótbolta.net mótinu í kvöld.

Ólafur, sem er 33 ára, hefur spilað lengi í atvinnumennskunni, á Englandi, Belgíu og Svíþjóð áður en hann hélt til Tyrklands þar sem hann leikur nú fyrir Karabukspor í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Ólafur hefur sagt líkur á að hann spili hér á Íslandi næsta sumar.

„Ólafur Ingi er frábær fótboltamaður og ef hann er á leið til Íslands þá skoðum við það hvort það sé möguleiki að hann vilji koma til okkar. Það eru sennilega mörg önnur lið á eftir honum," segir Rúnar sem segir að Ólafur viti af áhuga Stjörnunnar.

Hólmbert byrjar á núllpunkti
Rúnar segist ánægður með núverandi hóp, hann sé góð blanda af yngri og eldri leikmönnum.

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Stjörnunnar í leiknum í kvöld. Hólmberti gekk illa í markaskorun á síðasta tímabili en hefur fundið leiðina í markið í undanförnum leikjum.

„Hann byrjar á núllpunkti hjá okkur núna á nýju tímabili. Hann hefur verið að æfa vel og er kominn í betra stand. Við bindum vonir við hann," segir Rúnar en í viðtalinu tjáir hann sig nánar um hópinn og leikinn í kvöld.

Athugasemdir
banner