,,Við lögðum leikinn upp með að spila þéttan varnarleik og vorum óheppnir að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta var flott," sagði Arnar Skúli Atlason leikmaður Tindastóls eftir 2-0 tap gegn FH í Lengjubikarnum í gær.
,,Okkur gekk vel þar til þeir skoruðu eftir hálftíma leik en annars héldum við skipulagi út þennan leik."
,,Við lentum í því í fyrra að við vorum bara saltaðir af úrvalsdeildarliðunum, 6-0, 7-0, svo það var bara að halda okkar striki. Setja skipulag fyrir leiki og halda það út."
Guðmann Þórisson kom FH yfir í fyrri hálfleik og Einar Karl Ingvarsson bætti síðari markinu við seint í leiknum með viðstöðulausu skoti beint upp í samskeytin.
,,Við hefðum getað gert betur í fyrra markinu með því að dekka betur en seinna markið var 'screamer' sem var lítið hægt að gera í. Nú er bara að bæta ofan á þetta."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir