Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 24. febrúar 2015 23:30
Alexander Freyr Tamimi
Afleit vítaspyrnutölfræði Messi undanfarið
Messi lét Joe Hart verja frá sér í kvöld.
Messi lét Joe Hart verja frá sér í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að klúðra vítaspyrnu í 2-1 sigri Barcelona gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Argentínumaðurinn átti frábæran leik og fiskaði sjálfur víti á lokasekúndunum, en lét Joe Hart verja frá sér.

Hugsanlega mun misheppnuð spyrna Messi reynast dýrkeypt, en þetta var þriðja vítaspyrnuklúður hans í Meistaradeildinni. Einungis Thierry Henry (5) og Ruud van Nistelrooy (4) hafa klúðrað fleiri vítum í sömu keppni.

Messi hefur ekki gengið vel á vítapunktinum undanfarið, en hann hefur klúðrað fimm af síðustu tíu vítum sem hann hefur tekið fyrir Barcelona og argentínska landsliðið. Verður það að teljast afleitur árangur fyrir vítaskyttu.

Þar af hefur hann klúðrað fjórum af síðustu sjö vítum sínum fyrir Barcelona, en þjálfarinn Luis Enrique ítrekaði þó eftir leikinn í kvöld að hann verði áfram vítaskytta númer eitt.

Alls hefur Messi skorað úr 46 vítum fyrir Barcelona en klúðrað 13.

Athugasemdir
banner
banner
banner