Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fös 24. febrúar 2017 20:57
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn: KR með sigur á Fjölni
Skúli Jón lék á miðjunni í kvöld og skoraði eitt mark
Skúli Jón lék á miðjunni í kvöld og skoraði eitt mark
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KR 3 - 1 Fjölnir
1-0 Kenny Chophart ('8)
2-0 Skúli Jón Friðgeirsson ('32)
3-0 Morten Beck ('45)
3-1 Gunnar Már Guðmundsson ('57)

KR tók á móti Fjölni í riðli 2 í Lengjubikar karla nú í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Liðin eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi sumr og spilaði KR með fimm manna vörn í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson, Indriði Sigurðsson og Gunnar Þór Gunnarsson léku í miðverði á meðan Skúli Jón Friðgeirsson lék á miðjunni.

KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og kom Kenny Chopart þeim yfir á 8. mínútu. Skúli Jón tvöfaldaði svo forystu KR-inga á 32. mínútu.

Morten Beck bætti við þriðja marki KR-inga á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan því 3-0 í hálfleik.

Gunnar Már Guðmundsson tókst að minnka muninn fyrir Fjölni á 57. mínútu en lengra komust Fjölnismenn ekki. Lokatölur 3-1, KR í vil.
Athugasemdir
banner
banner
banner