Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. febrúar 2018 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einn af þeim gáfuðustu" fær kannski starf
Sol Campbell.
Sol Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Arsenal, Tottenham og enska landsliðsins, vakti mikla athygli í vikunni þegar hann ræddi opinskátt um höfnun sem hann fékk frá Oxford United.

Campbell sóttist eftir stjórastarfinu hjá Oxford en fékk höfnun. Hann var allt annað en sáttur með það.

„Ég er nógu klár fyrir þetta starf. Ég bara skil ekki sumt fólk, ég er einn af þeim gáfuðustu innan knattspyrnuheimsins og það er verið að sóa hæfileikum mínum í ekkert," sagði Campbell.

„Kannski var mér hafnað útaf reynsluleysi, en það er vítahringur. Hvernig fæ ég reynsluna ef enginn ræður mig vegna reynsluleysis?"

Nú lítur út fyrir það að Campbell sé kominn með annan starfsmöguleika því stjórnarformaður Grimsby, sem leikur í D-deildinni á Englandi, vill fá að ræða við hann.

„Það kemur mér á óvart að við höfum ekkert heyrt frá Sol. Hann sagði að félög væru ekki að taka sénsa á ungum knattspyrnustjórum. Við erum tilbúnir að ræða við hann," sagði John Fenty, stjórnarformaður Grimsby, í útvarpsviðtali hjá BBC.

Það er búið að spyrja Campbell út í starfið hjá Grimsby en það var gert í The Debate á Sky Sports í gær.

„Ég hef klárlega áhuga," sagði hinn 43 ára gamli Campbell, en það að að Grimsby sé í 18. sæti í D-deildinni mun ekki fæla hann frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner