Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 24. febrúar 2018 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Geggjaðir Blikar - Grindavík vann á Selfossi
Ondo skoraði gegn gömlu félögunum
Elfar Freyr var á skotskónum.
Elfar Freyr var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heldur áfram geggjuðu gengi sínu í Lengjubikarnum. Í dag sigraði Breiðablik lið Magna frá Grenivík.

Blikar náðu foyrstunni á 12. mínútu þegar Elfar Freyr Helgason skoraði eftir sendingu Jonathan Hendrickx. Andri Rafn Yeoman bætti við öðru marki fyrir Breiðablik fyrir hlé.

Magni, sem gerði jafntefli við KR í síðasta leik, náði að halda stöðunni í 2-0 alveg þangað til í uppbótartíma en þá skoraði Aron Bjarnason þriðja mark Blika, lokatölur 3-0.

Breiðablik er á miklu róli í upphafi Lengjubikarsins. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og er með markatöluna 16:0! Magni hefur eitt stig en það kom eins og áður segir gegn KR.

Grindavík er enn taplaust eftir 2-1 sigur gegn Selfossi. Gilles Mbang Ondo, fyrrum framherji Grindavíkur, skoraði mark Selfoss í leiknum, en hann er á reynslu hjá félaginu.

Grindavík er á toppi riðils 4 með sjö stig en Selfoss er án stiga eftir fyrstu tvo leikina hjá sér.

Riðill 2
Breiðablik 3 - 0 Magni
1-0 Elfar Freyr Helgason ('12)
2-0 Andri Rafn Yeoman ('39)
3-0 Aron Bjarnason ('90)

Riðill 4
Selfoss 1 - 2 Grindavík
0-1 Jóhann Helgi Hannesson ('26)
1-1 Gilles Mbang Ondo ('76)
1-2 Rene Joensen ('81)
Athugasemdir
banner