Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. febrúar 2018 13:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill pirringur hjá Man Utd í garð umboðsmanns Pogba
Pogba hefur verið inn og út úr liðinu hjá Man Utd
Pogba hefur verið inn og út úr liðinu hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Annar dagur, önnur frétt um líf Paul Pogba hjá Manchester United.

Í dag segir Times frá því að forráðamenn United séu orðnir dauðþreyttir á umboðsmanni Pogba, honum Mino Raiola.

Ensku slúðurblöðin sögðu frá því fyrr í þessari viku að Raiola væri farinn að kanna áhugann hjá öðrum liðum á Pogba. Nú herma heimildir Times að Man Utd-menn séu verulega ósáttir með Raiola sem er víst að skipta sér of mikið af lífi Pogba hjá United.

Pogba hefur verið inn og út úr liðinu hjá Jose Mourinho að undanförnu en hann byrjaði á bekknum í síðasta leik gegn Sevilla í Meistaradeildinni. Í gær hrósaði Mourinho Pogba fyrir fagmannlega framkomu gegn Sevilla.

Samkvæmt heimildarmanni Times hefur Raiola verið benda Mourinho á það hvernig hann eigi að nota Pogba en það hefur ekki fallið vel í kramið hjá Mourinho.

Raiola hefur verið mikið í viðskiptum við Manchester United en skjólstæðingar hans eins og Pogba, Zlatan Ibrahimovic, Romelu Lukaku og Henrikh Mkhitaryan hafa allir farið til félagsins.

Manchester United mætir Chelsea á morgun og gæti Pogba snúið aftur í byrjunarliðið þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner