Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 24. febrúar 2018 08:30
Ingólfur Stefánsson
Mourinho: Chelsea skiptir minna máli með hverju ári sem líður
Mynd: Getty Images
Chelsea og Manchester United mætast á Old Trafford á morgun. Jose Mourinho þjálfari United hefur tvisvar sinnum þjálfað Chelsea á ferli sínum og er sigursælasti þjálfari í sögu félagsins.

Mourinho segir það ekki skipta máli þegar liðin mætast á morgun heldur sé leikurinn einungis stórleikur á milli tveggja frábærra liða.

„Að spila gegn Chelsea skiptir mig minna máli með hverju ári sem líður. Ég fór þaðan fyrir tveimur árum og á næsta tímabili verða þau orðin þrjú, svo fjögur."

„Smám saman skiptir það minna máli að ég hafi þjálfað þar, fyrir þá, held ég að þetta gleymist. Þessi leikur snýst um tvö stórlið að spila einn leik."


Þrátt fyrir stormasamt samband við núverandi þjálfaralið félagsins og stuðningsmenn segist Mourinho vera í góðu sambandi við stjórn félagsins.

„Ég á í góðu sambandi við stjórn Chelsea, ég mun ekki gleyma því hversu vel var komið fram við mig þegar ég missti föður minn. Þeir vita að sambandið á milli okkar verður alltaf gott."

„Það eru engin vandamál á milli mín og leikmanna heldur og stuðningsmenn eru stuðningsmenn. Sumir þeirra munu alltaf eiga í góðu sambandi við mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner