lau 24. febrúar 2018 07:30
Ingólfur Stefánsson
Spænsk yfirvöld leituðu í flugvél Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola þjálfari Manchester City hefur staðfest að spænsk yfirvöld hafi leitað í einkaflugvél hans þegar hann og fjölskylda hans flugu til Spánar í vikunni.

Lögreglumenn leituðu í flugvélinni en yfirvöld grunuðu Guardiola um að vera að fela Carles Puigdemont, leiðtoga í baráttunni fyrir sjálfstæðri Katalóníu.

Guardiola hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að bera gula nælu til stuðnings baráttunni í vetur.

Puigdemont hefur verið í útlægð frá Spáni frá því á síðasta ári en Guardiola segir að þetta sé ekki stórmál.

„Lögreglan þarf að sinna starfi sínu. Þeir hafa rétt til þess. Fjölskyldan mín sá lögregluna leita í flugvélinni og svo var þetta mál búið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner