Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. febrúar 2018 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Jón Guðni með sigurmark á síðustu stundu
Jón Guðni er í baráttu um að fara með á HM.
Jón Guðni er í baráttu um að fara með á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson var hetja Norrköping þegar liðið lék gegn Tvååker í sænska bikarnum í dag.

Íslendingalið Norrköping lenti óvænt 2-0 undir í leiknum og var staðan þannig þegar dómarinn flautaði fyrri hálfleikinn af. Í seinni hálfleiknum vöknuðu leikmenn Norrköping til lífsins og var staðan orðin jöfn 2-2 þegar stundarfjórðungur var eftir.

Það var svo Jón Guðni sem reyndist hetjan. Hann skoraði sigurmarkið á síðustu stundu.

Jón Guðni, sem er að berjast um að fara með íslenska landsliðinu á HM, spilaði allan leikinn en hann var ásamt Guðmundi Þórarinssyni í byrjunarliði Norrköping. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted voru allan tímann á varamannabekknum.

Í sænsku bikarkeppnini er leikið í átta riðlum og kemst liðið í efsta sæti hvers riðils í 8-liða úrslit. Norrköping leikur um næstu helgi úrslitaleik við Örebro um sæti í 8-liða úrslitum.

Með Örebro og Norrköping í riðli eru Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Helsingborg. Andri Rúnar var í byrjunarliði Helsingborg í dag er liðið gerði jafntefli við Örebro.



Athugasemdir
banner
banner
banner