Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. febrúar 2018 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Fyrstu stigin sem Bayern tapar frá 25. nóvember
Bayern spilaði gegn Besiktas í miðri viku.
Bayern spilaði gegn Besiktas í miðri viku.
Mynd: Getty Images
Bayern München tapaði sínum fyrstu stigum í þýsku Bundesligunni frá 25. nóvember á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Hertha Berlín á heimavelli í dag.

Bayern tapaði 2-1 gegn Borussia Mönchengladbach þann 25. nóvember en síðan þá hefur liðið unnið alla deildarleikina sem það hefur spilað, þangað til í dag.

Bayern var að spila í miðri viku, í Meistaradeildinni gegn Besiktas en þrátt fyrir það voru leikmenn eins og Robert Lewandowski og Thomas Muller að byrja í dag.

Bayern tókst þó ekki að skora og urðu lokatölur 0-0.

Bayern er áfram á toppi deildarinnar, liðið er með 20 stiga forystu á næsta lið, Borussia Dortmund.

Í öðrum leikjum í dag gerðu Hoffenheim og Freiburg jafntefli, Gladbach vann Hannover og Stuttgart lagði Frankfurt.

Bayern 0 - 0 Hertha

Hoffenheim 1 - 1 Freiburg
1-0 Andrej Kramaric ('57 )
1-1 Nils Petersen ('66 , víti)

Hannover 0 - 1 Borussia M.
0-1 Christoph Kramer ('72 )

Stuttgart 1 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Erik Thommy ('13 )

Werder Bremen mætir Hamburger SV klukkan 17:30. Aron Jóhannsson mun líka spreyta sig þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner