Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 24. febrúar 2018 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik hefði getað hoppað upp í umspilssæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Union Berlin 2 - 1 Sandhausen
1-0 Steven Skrzybski
2-0 Kristian Pedersen
2-1 Philipp Förster

Rúrik Gíslason og liðsfélagar hans í þýska liðinu Sandhausen naga sig líklega í handabökin eftir 2-1 tap gegn Union Berlin í þýsku B-deildinni á þessum fallega laugardegi.

Sandhausen hefði farið upp í umspilssæti með sigri í þessum leik en það tókst ekki alveg.

Union Berlin komst í forystu á fjórðu mínútu og á 20. mínútu tvöfölduðu höfuðborgardrengirnir hana. Sandhausen minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en komst ekki lengra.

Rúrik spilaði allan leikinn í dag og fékk gult spjald á 56. mínútu.

Sandhausen er í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá þriðja sætinu sem veitir þáttökurétt í umspili um sæti í þýsku A-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner