Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. febrúar 2018 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verðum að bíða með Kolbein Sigþórsson"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan sumarið 2016 en hann vonast til að snúa aftur fljótlega.

Kolbeinn er byrjaður að æfa aftur með liðsfélögum sínum í Nantes og hefur verið að gera það í nokkrar vikur. Hann verður þó ekki í leikmannahópi félagsins í dag þegar liðið fær Amiens í heimsókn í frönsku úrvalsdeildinni.

„Við verðum að bíða með smá með Kolbein Sigþórsson og Kalifa Coulibaly," sagði Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, í gær.

Kolbeinn hafði vonast til að snúa aftur í febrúar.

„Ég er tilbúinn um leið og þjálfarinn hringir í mig. Ef hann hringir í mig um helgina er ég tilbúinn," sagði Kolbeinn í viðtali í byrjun febrúar. „Að öllu gamni slepptu, þá sný ég vonandi aftur í þessum mánuði. Ég er tilbúinn að snúa aftur."

Hann stefnir á að fara á HM með Íslandi.

„Ef það gengur vel, þá vil ég vera hluti af þessu. Það er enn löng leið framundan hjá mér. En ef ég kem mér í form og spila reglulega, þá getur allt gerst. Við erum með marga góða sóknarmenn og þetta verður ekki auðvelt."

Greint var frá því á dögunum að Kolbeinn hefði hafnað að ganga í raðir sænska liðsins IFK Gautaborg þar sem hann vildi ekki spila á gervigrasi.
Athugasemdir
banner
banner
banner