Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 24. mars 2013 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson: Skýrt markmið að vinna titla
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fínt, svolítið eins og við bjuggumst við," sagði Jökull Ingason Elísabetarson miðjumaður Breiðabliks eftir 3-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í gær.

,,Við vissum að þeir yrðu vel skipulagðir og við þyrftum að sýna þolinmæði. Mér fannst við gera það að mestu leiti. við spiluðum okkar leik og héldum ágætri pressu á þeim og fengum svo loksins markið og þá var þetta töluvert þægilegra þar til við hleyptum þeim inn í þetta aftur."

,,Þeir peppast við markið og það er alltaf hættulegt. Eitt mark og allt getur gerst en við rifum okkur upp eins og við þurftum að gera."

Jökull skoraði fyrsta mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks, glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.

,,Maður er að setja þó nokkur í ár, þetta lítur vel út. Ég ætlaði að fara til baka og halda skipulagi en fékk svo boltann þarna úti og fyrsta það kom enginn í pressuna þá hamraði ég þetta bara."

Jökull fór í 2. deildina til KV á láni á síðari hluta síðasta tímabils. Afhverju gerði hann það?

,,Það var bara svona aðeins að fá mínútur og reyna að hjálpa stórveldinu vesturfrá í sinni siglingu. Það gekk ekki eftir reyndar en þetta var fínt."

,,En ég vil bara vera hérna og vinna titla með þessu liði. Það er skýrt markmið."

Nánar er rætt við Jökul í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner