Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 24. mars 2013 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson: Skýrt markmið að vinna titla
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fínt, svolítið eins og við bjuggumst við," sagði Jökull Ingason Elísabetarson miðjumaður Breiðabliks eftir 3-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í gær.

,,Við vissum að þeir yrðu vel skipulagðir og við þyrftum að sýna þolinmæði. Mér fannst við gera það að mestu leiti. við spiluðum okkar leik og héldum ágætri pressu á þeim og fengum svo loksins markið og þá var þetta töluvert þægilegra þar til við hleyptum þeim inn í þetta aftur."

,,Þeir peppast við markið og það er alltaf hættulegt. Eitt mark og allt getur gerst en við rifum okkur upp eins og við þurftum að gera."

Jökull skoraði fyrsta mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks, glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.

,,Maður er að setja þó nokkur í ár, þetta lítur vel út. Ég ætlaði að fara til baka og halda skipulagi en fékk svo boltann þarna úti og fyrsta það kom enginn í pressuna þá hamraði ég þetta bara."

Jökull fór í 2. deildina til KV á láni á síðari hluta síðasta tímabils. Afhverju gerði hann það?

,,Það var bara svona aðeins að fá mínútur og reyna að hjálpa stórveldinu vesturfrá í sinni siglingu. Það gekk ekki eftir reyndar en þetta var fínt."

,,En ég vil bara vera hérna og vinna titla með þessu liði. Það er skýrt markmið."

Nánar er rætt við Jökul í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner