Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   sun 24. mars 2013 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson: Skýrt markmið að vinna titla
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fínt, svolítið eins og við bjuggumst við," sagði Jökull Ingason Elísabetarson miðjumaður Breiðabliks eftir 3-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í gær.

,,Við vissum að þeir yrðu vel skipulagðir og við þyrftum að sýna þolinmæði. Mér fannst við gera það að mestu leiti. við spiluðum okkar leik og héldum ágætri pressu á þeim og fengum svo loksins markið og þá var þetta töluvert þægilegra þar til við hleyptum þeim inn í þetta aftur."

,,Þeir peppast við markið og það er alltaf hættulegt. Eitt mark og allt getur gerst en við rifum okkur upp eins og við þurftum að gera."

Jökull skoraði fyrsta mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks, glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.

,,Maður er að setja þó nokkur í ár, þetta lítur vel út. Ég ætlaði að fara til baka og halda skipulagi en fékk svo boltann þarna úti og fyrsta það kom enginn í pressuna þá hamraði ég þetta bara."

Jökull fór í 2. deildina til KV á láni á síðari hluta síðasta tímabils. Afhverju gerði hann það?

,,Það var bara svona aðeins að fá mínútur og reyna að hjálpa stórveldinu vesturfrá í sinni siglingu. Það gekk ekki eftir reyndar en þetta var fínt."

,,En ég vil bara vera hérna og vinna titla með þessu liði. Það er skýrt markmið."

Nánar er rætt við Jökul í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner