Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Alli Jói: Tilfinningin er ótrúlega sæt
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   sun 24. mars 2013 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson: Skýrt markmið að vinna titla
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fínt, svolítið eins og við bjuggumst við," sagði Jökull Ingason Elísabetarson miðjumaður Breiðabliks eftir 3-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í gær.

,,Við vissum að þeir yrðu vel skipulagðir og við þyrftum að sýna þolinmæði. Mér fannst við gera það að mestu leiti. við spiluðum okkar leik og héldum ágætri pressu á þeim og fengum svo loksins markið og þá var þetta töluvert þægilegra þar til við hleyptum þeim inn í þetta aftur."

,,Þeir peppast við markið og það er alltaf hættulegt. Eitt mark og allt getur gerst en við rifum okkur upp eins og við þurftum að gera."

Jökull skoraði fyrsta mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks, glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.

,,Maður er að setja þó nokkur í ár, þetta lítur vel út. Ég ætlaði að fara til baka og halda skipulagi en fékk svo boltann þarna úti og fyrsta það kom enginn í pressuna þá hamraði ég þetta bara."

Jökull fór í 2. deildina til KV á láni á síðari hluta síðasta tímabils. Afhverju gerði hann það?

,,Það var bara svona aðeins að fá mínútur og reyna að hjálpa stórveldinu vesturfrá í sinni siglingu. Það gekk ekki eftir reyndar en þetta var fínt."

,,En ég vil bara vera hérna og vinna titla með þessu liði. Það er skýrt markmið."

Nánar er rætt við Jökul í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner