Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   sun 24. mars 2013 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson: Skýrt markmið að vinna titla
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Jökull í leiknum gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fínt, svolítið eins og við bjuggumst við," sagði Jökull Ingason Elísabetarson miðjumaður Breiðabliks eftir 3-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í gær.

,,Við vissum að þeir yrðu vel skipulagðir og við þyrftum að sýna þolinmæði. Mér fannst við gera það að mestu leiti. við spiluðum okkar leik og héldum ágætri pressu á þeim og fengum svo loksins markið og þá var þetta töluvert þægilegra þar til við hleyptum þeim inn í þetta aftur."

,,Þeir peppast við markið og það er alltaf hættulegt. Eitt mark og allt getur gerst en við rifum okkur upp eins og við þurftum að gera."

Jökull skoraði fyrsta mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks, glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.

,,Maður er að setja þó nokkur í ár, þetta lítur vel út. Ég ætlaði að fara til baka og halda skipulagi en fékk svo boltann þarna úti og fyrsta það kom enginn í pressuna þá hamraði ég þetta bara."

Jökull fór í 2. deildina til KV á láni á síðari hluta síðasta tímabils. Afhverju gerði hann það?

,,Það var bara svona aðeins að fá mínútur og reyna að hjálpa stórveldinu vesturfrá í sinni siglingu. Það gekk ekki eftir reyndar en þetta var fínt."

,,En ég vil bara vera hérna og vinna titla með þessu liði. Það er skýrt markmið."

Nánar er rætt við Jökul í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir