Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 24. mars 2015 21:28
Alexander Freyr Tamimi
Lengjubikarinn: Ekki flókið fyrir Blika gegn Ólafsvíkingum
Blikar voru ekki í vandræðum með Víking Ólafsvík.
Blikar voru ekki í vandræðum með Víking Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 1 Víkingur Ó
0-1 Steinar Már Ragnarsson
1-1 Guðjón Pétur Lýðsson
2-1 Arnþór Ari Atlason
3-1 Ellert Hreinsson
4-1 Arnþór Ari Atlason

Breiðablik vann í kvöld þægilegan 4-1 sigur gegn Víkingi Ólafsvík þegar liðin mættust í Fífunni í Lengjubikarnum í kvöld.

Víkingar komust að vísu yfir með marki frá Steinari Má Ragnarssyni, en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin í 1-1 með skalla.

Arnþór Ari Atlason bætti svo við marki eftir rúma klukkustund eftir góða stoðsendingu inn fyrir og hann lagði svo upp mark fyrir Ellert Hreinsson.

Arnþór Ari kláraði svo leikinn endanlega fyrir Blika og tryggði þeim 4-1 sigur. Breiðablik fór með sigrinum upp í 3. sæti Riðils 1 í A-deildinni þar sem liðið er með 10 stig. Ólafsvíkingar eru enn í næst neðsta sæti með 4 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner