Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. mars 2016 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu?
Börsungar eru Evrópumeistarar
Börsungar eru Evrópumeistarar
Mynd: Getty Images
UEFA ræðir þessa dagana mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu, en þær breytingar myndu taka gildi árið 2018.

Sam­tök evr­ópskra knatt­spyrnu­fé­laga, und­ir stjórn Karl-Heinz Rumm­inegge, hafa undanfarið rætt hugmyndir þess efnis að stofna of­ur­deild með 20 bestu liðum ensku, frönsku, spænsku, ít­ölsku og þýsku deild­anna.

Miklar umræður hafa skapast og hefur hugmyndin fengið mikla gagnrýni. Vanga­velt­ur UEFA ganga út á að fyr­ir­komu­lag Meist­ara­deild­ar Evr­ópu yrði þannig að keppn­in myndi enda á tveim­ur átta liða riðlum með þeim 16 liðum sem kom­ast áfram úr riðlakeppni deild­ar­inn­ar.

Þannig myndu 16 bestu lið Evr­ópu leika við hvor önn­ur heima og að heim­an sam­an­lagt 14 leiki hvert.

Vegna sjónvarpssamninga geta fyrrgreindar hugmyndir ekki tekið gildi fyrr en árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner