fim 24. mars 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Danir mun sigurstranglegri en Ísland hjá veðbönkum
Borgun
Frá æfingu Íslands í Herning í gær.
Frá æfingu Íslands í Herning í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið veðmálamenning er í Danmörku og fjölmargir veðbankar bjóða upp á vináttuleik Danmerkur og Íslands í kvöld.

Danir eru mun sigurstranglegri hjá veðbönkum en stuðullinn á sigur Dana er á bilinu 1,75-1,85 hjá hinum ýmsu veðbönkum.

Ísland er með stuðulinn 4 og allt upp í 4,70 hjá sumum veðbönkum.

Ísland hefur ekki áður unnið Dani en vonandi verður breyting þar á í kvöld.

Leikur Íslands og Danmerkur hefst í Herning klukkan 19:00 en Fótbolti.net fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner