banner
   fim 24. mars 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
„Er ekki kominn tími á að við vinnum Dani í A-landsleik?"
Borgun
Gylfi Þór Sigurðsson leikur á Nicklas Bendtner í leik gegn Dönum árið 2011.
Gylfi Þór Sigurðsson leikur á Nicklas Bendtner í leik gegn Dönum árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Borgun
U21 liðið sem sigraði Dani á EM 2011.
U21 liðið sem sigraði Dani á EM 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
„Er ekki kominn tími á að við vinnum þá í A-landsleik?" sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Fótbolta.net í gær fyrir vináttuleik Íslands og Danmerkur í kvöld.

Ísland og Danmörk hafa 22 sinnum mæst í A-landsleik en fyrsti leikurinn var á melavellinum árið 1946.

Danir hafa unnið 18 af þessum leikjum, fjórum sinnum hefur orðið jafntefli og aldrei hefur Ísland náð sigri.

14-2 tapið gegn Dönum árið 1967 er frægt en frá aldamótum hefur íslenska liðið einnig tapað oft gegn Dönum.

Síðustu 5 leikir við Dani
6. október 2001: Danmörk 6 - 0 Ísland
6. september 2006: Ísland 0 - 2 Danmörk
21. nóvember 2007: Danmörk 3 - 0 Ísland
7. september 2010: Danmörk 1 - 0 Ísland
4. júní 2011: Ísland 0 - 2 Danmörk

Aftur á móti sigraði Ísland lið Dana 3-1 í úrslitakeppni EM U21 árs landsliða í Álaborg árið 2011.

Þar voru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson allir í byrjunarliði Íslands en þeir verða í eldlínunni í leiknum í Herning í kvöld.

Íslenska liðið hefur sjaldan verið í betri stöðu til að vinna Dani í leik og Kári Árnason orðaði það vel í viðtali við Fótbolta.net í gær.

,Það er kominn tím til að við vinnum þá. Ég held að við séum í fínu standi til að gera það núna. Ég held að okkar líkur séu finar." sagði Kári.

Fylgist með leik Íslands og Danmerkur í beinni textalýsingu á Fótbolta.net frá Herning klukkan 19:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner