fim 24. mars 2016 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Farinn frá Randers eftir að liðsfélagi fór að hitta konuna
Jonas Borring hefur ákveðið að yfirgefa Randers
Jonas Borring hefur ákveðið að yfirgefa Randers
Mynd: Getty Images
Jonas Borring hefur ákveðið að yfirgefa danska félagið, Randers eftir að hafa komist að því að Christian Keller, fyrirliði liðsins, væri að hitta fráfarandi eiginkonu sína.

Fastlega var búist við því að Keller yrði sá sem myndi yfirgefa Randers, en nú er það orðið ljóst að Borring mun yfirgefa félagið.

„Eftir langa umhugsun og tilfinningalega erfiðan tíma þá vildi ég snúa aftur, en miðað við aðstæðurnar þá fannst mér ómögulegt að gera það," sagði Borring.

„Randers er félag sem hefur skipt mig miklu máli og það verður mjög erfitt að fara frá stuðningsmönnum sem hafa gefið mér mikinn stuðning og verið hluti af árangri mínum."

„Randers mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, en ég hef fengið mikla samúð og stuðning nýlega og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun núna hefja nýtt ævintýri á ferli mínum.“


Borring, sem lék 88 leiki fyrir Randers, býr ennþá undir sama þaki og fráfarandi eiginkona sín, en þau eiga tvö börn saman.

Sjá einnig:
Neitar að spila fyrir Randers - Konan að hitta liðsfélaga
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner