Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. mars 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Juventus ætlar ekki að selja stjörnurnar sínar
Eftirsóttir
Eftirsóttir
Mynd: Getty Images
Giuseppe Marotta, stjórnarformaður Juventus, segir að félagið muni leggja mikla áherslu á að halda sínum bestu leikmönnum næsta sumar.

Leikmenn á borð við Leonardo Bonucci og Claudio Marchisio hafa verið orðaðir við Chelsea en miklar líkur eru á að Antonio Conte, fyrrum stjóri Juventus og núverandi landsliðsþjálfari Ítala, muni taka við stjórnartaumunum á Stamford Bridge í sumar.

Þá hafa fréttir af Paul Pogba stöðugt verið í umræðunni en talið er að Real Madrid, Barcelona og PSG muni öll gera tilraun til að ná í franska miðjumanninn í sumar.

Marotta segir þessa leikmenn ekki vera til sölu en Juventus mátti sjá á eftir stórstjörnum á borð við Arturo Vidal, Carlos Tevez og Andrea Pirlo síðasta sumar.

„Við erum stoltir að sjá okkar leikmenn vera orðaðir við stærstu lið Evrópu en Juventus er líka stórt lið."

„Þessir leikmenn eru allir með langtímasamning við félagið og hafa engan áhuga á að yfirgefa okkur á næstunni,"
segir Marotta ákveðinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner