Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. mars 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Kante eingöngu með hugann við Leicester
Nýjasta stjarna enska boltans
Nýjasta stjarna enska boltans
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Ngolo Kante hefur slegið í gegn með spútnikliði Leicester í vetur.

Þessi 24 ára gamli leikmaður var á dögunum valinn í franska landsliðið í fyrsta skipti og gæti leikið sinn fyrsta landsleik á morgun þegar Frakkar mæta Hollendingum í vináttuleik.

Góð frammistaða Kante hefur vakið athygli víða um heim og hefur hann verið orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu. Kappinn kveðst rólegur yfir framhaldinu og segist líða vel hjá Leicester.

„Ég er eingöngu með hugann við Leicester. Það er tímabil í gangi sem við þurfum að klára og ég hef ekkert pælt í öðru,"

„Ég er ekki að hugsa um einhverjar sögusagnir og þangað til eitthvað félag hefur samband við mig hugsa ég ekki um önnur lið. Enska úrvalsdeildin hentar mér mjög vel,"
segir Kante.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner