Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. mars 2016 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Þróttur Vogum skoraði tíu gegn KFS
Þróttur Vogum setti tíu
Þróttur Vogum setti tíu
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tveimur leikjum er lokið í B-deild Lengjubikars karla í dag, en leikið var í Riðli 3 og Riðli 4.

Í Riðli 3 mættust Þróttur Vogum og KFS, en leikið var á Leiknisvelli. Þróttarar voru ívíð sterkari og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 6-0. Þeir bættu við fjórum mörkum í seinni hálfleik og lokatölur því 10-0 fyrir Þrótti V.

Þessi úrslit þýða það að Þróttur V. er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins á meðan KFS er án stiga á botninum.

Í öðrum leik sem fram fór á sama tíma mættust Höttur og Völsungur á Fellavelli. Það fór svo í þeim leik að Völsungur bar sigur úr býtum, 3-2.

Þau úrslit þýða það að Völsungur er með fjögur stig í þriðja sæti Riðils 4, en Höttur er aftur á móti með sex stig á toppi riðilsins.

Lengjubikarinn - B deild karla R3
Þróttur V. 10 - 0 KFS

Lengjubikarinn - B deild karla R4
Höttur 2 - 3 Völsungur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner