fim 24. mars 2016 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markalaust hjá U21 landsliðinu í Skopje
Hjörtur Hermannsson, fyrirliði
Hjörtur Hermannsson, fyrirliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undankeppni EM U21 Karla
Makedónía 0 - 0 Ísland

Íslenska U21 landsliðið mætti Makedóníu í sínum í sjötta leik í undankeppninni fyrir EM U21 í dag, en leikið var á FFM Training Centre í Skopje, höfuðborg Makedóníu.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum, en þegar þau mættust hér heima fyrir hafði það íslenska betur, 3-0.

Íslenska liðið átti fleiri tilraunir á rammann og fleiri hornspyrnur, en það dugði ekki til. Mörkin létu á sér standa í dag og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Næst komst Ísland að skora í uppbótartíma þegar Samúel Karl Friðjónsson átti skalla sem varinn var í slána.

Ísland er áfram á toppi riðilsins með 12 stig, en Frakkland á leik til góða og getur komist upp fyrir Ísland, sigri þeir þann leik.

Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson (M)
Adam Örn Arnarson
Orri Sigurður Ómarsson
Hjörtur Hermannsson (F)
Böðvar Böðvarsson
Ævar Ingi Jóhannesson
Samúel Kári Friðjónsson
Aron Elís Þrándarson
Höskuldur Gunnlaugsson
Elías Már Ómarsson
Árni Vilhjálmsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner