Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. mars 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Mata: Væri gaman að spila með Zlatan
Endar Zlatan á Old Trafford?
Endar Zlatan á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Í fótboltaheiminum ríkir mikil eftirvænting um framtíð sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic.

Þessi 34 ára gamli sóknarmaður er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu PSG og nokkuð ljóst að hann verður mjög eftirsóttur í sumar.

Zlatan á algjörlega magnaðan feril að baki en hann hefur unnið úrvalsdeildina í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi auk þess að vera markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.

Enskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á að sjá kappann reyna sig í ensku úrvalsdeildinni og hefur Zlatan meðal annars verið orðaður við Man Utd.

Juan Mata, miðjumaður Man Utd, var í viðtali við SkySports og var spurður út í Zlatan.

„Hann er augljóslega mjög góður leikmaður og ég kann vel við að spila með svoleiðis leikmönnum. Ég ákveð ekki hvort af þessu verður. Hann og félagið verða að ákveða það en allir fótboltamenn vilja spila með Zlatan,"

„Ég veit ekki hvað hann gerir. Kannski verður hann áfram hjá PSG eða kannski vill hann nýja áskorun á sínum langa og farsæla ferli,"
segir Mata.

Athugasemdir
banner
banner