Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. mars 2016 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
PSG að undirbúa risatilboð í Daniel Sturridge
Powerade
Daniel Sturridge gæti leyst Zlatan af hólmi hjá PSG
Daniel Sturridge gæti leyst Zlatan af hólmi hjá PSG
Mynd: Getty Images
Götze er orðaður við Arsenal og Liverpool
Götze er orðaður við Arsenal og Liverpool
Mynd: Getty Images
Harry Kane er sagður fá nýjan samning hjá Tottenham í sumar
Harry Kane er sagður fá nýjan samning hjá Tottenham í sumar
Mynd: Getty Images
Gleðilega páskahátíð kæru lesendur, en nú er komið að daglega slúðrinu í boði Powerade.



Frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain eru að undirbúa 50 milljón punda tilboð í Daniel Sturridge, sóknarmann Liverpool, en hann á að leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi hjá félaginu. (Sun)

Arsenal og Liverpool munu berjast um Mario Götze, leikmann Bayern, í sumar en hann er metinn á 31 milljón punda. (Daily Star).

Chelsea vonast til þess að 73. milljón punda verðmiði á markverði liðsins, Thibaut Courtois, muni fæla burt áhuga frá Real Madrid. (London Evening Standard)

David Moyes, fyrrum stjóri Everton og Manchester United, hefur ennþá áhuga á stjórastarfinu hjá Aston Villa, þrátt fyrir að félagið muni líklegast falla úr ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mirror)

Javier Zanetti, varaforseti Inter Milan, hefur hafnað þeim sögusögnum að Roberto Mancini, stjóri Inter, sé að fara að taka við Arsenal. (Gazzetta World)

Arsene Wenger er ákveðinn í að halda starfi sínu hjá Arsenal og vill endurbyggja hópinn með leikmönnum eins og Victor Wanyama, hjá Southampton, og Toni Kroos, hjá Real Madrid. (Daily Mirror)

Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Juventus, hefur áhyggjur af því að Alvaro Morata, sóknarmaður liðsins, muni róa á önnur mið í sumar. (Daily Express)

Marotta er þó fullviss um það að Paul Pogba, miðjumaður liðsins, verði áfram í herbúðum félagsins, þrátt fyrir áhuga frá Chelsea. (Evening Standard)

Umboðsmaður Edinson Cavani, sóknarmanns PSG, segir að leikmaðurinn hafi áhuga fyrir því að vinna með Antonio Conte, en Conte hefur verið mikið orðaður við stjórastarfið hjá Chelsea. (Tuttosport)

Tottenham ætlar að bjóða Harry Kane, sóknarmanni liðsins, nýjan samning í sumar sem myndi tvöfalda vikulaun leikmannsins. (Daily Express)

Chelsea vill fá meira en tíu milljónir punda fyrir Nathan Ake, ungan bakvörð liðsins, í sumar en hinn 21 árs gamli Ake hefur vakið áhuga frá Liverpool og West Ham. (Daily Telegraph)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur áhuga á markvörðunum Sergio Rico og Antonio Adan, en þeir leika með Sevilla og Real Betis á Spáni. (Fichajes)

West Brom hefur bæst í kapphlaupið um Zouhair Feddal, varnarmann Levante, en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á honum. (Birmingham Mail)

Massimo Cellino, umdeildur eigandi Leeds, vonast til þess að ráða Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliða Ítala, sem næsta stjóra liðsins í sumar. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner