Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 24. mars 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Rosenborg í viðræðum um kaup á Gumma Tóta
Gummi Tóta í leik með Nordsjælland.
Gummi Tóta í leik með Nordsjælland.
Mynd: Getty Images
Á vefsíðunni adressa.no er sagt að miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson gæti verið kominn í Rosenborg í Þrándheimi fyrir 1. apríl. Rosenborg er í viðræðum við Nordsjælland um kaup á Selfyssingnum.

Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.

Guðmundur hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið, síðast lék hann fyrir landsliðið gegn Bandaríkjunum í janúar.

Rosenborg er sagt hafa fylgst með hinum 23 ára Guðmundi um nokkurt skeið en hann lék tvö tímabil með Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni áður en hann gekk í raðir danska liðsins þar sem hann er á sínu öðru tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner