Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. mars 2016 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá grófasti fékk rautt spjald eftir 19 mínútur sem þjálfari
Gerardo Bedoya á hér eina af sínum frægu tæklingum
Gerardo Bedoya á hér eina af sínum frægu tæklingum
Mynd: Getty Images
Þangað til hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári, var Gerardo Bedoya álitinn sem grófasti leikmaður heims.

Hann var 46 sinnum rekinn af velli á 17 ára ferli sínum sem leikmaður og á hann metið yfir flest rauð spjöld í sögunni.

Bedoya, sem er með viðurnefnið "skeppnan", virðist þó ekki ætla að hætta að sanka að sér rauðum spjöldum þó að leikmannaferlinum sé lokið.

Því hinn fertugi Bedoya var í vikunni ráðinn aðstoðarþjálfari Independiente Santa Fe í Kólumbíu og var á hliðarlínunni í fyrsta skiptið í gær í leik gegn Atletico Junior.

Santa Fe vann leikinn 3-2, en Bedoya fékk ekki að taka þátt í fagnaðarlátunum eftir leik, þar sem hann hafði verið rekinn upp í stúku eftir 19 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner