Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. mars 2016 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling mun mögulega ekki spila meira á tímabilinu
Sterling er meiddur
Sterling er meiddur
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, mun missa af sex til átta vikum eftir að hafa meiðst á nára gegn Manchester United um síðustu helgi.

Hinn 21 árs gamli Sterling mun því mögulega ekki spila meira með City á tímabilinu, en ef hann verður frá í átta vikur mun hann ekki koma til baka fyrr en eftir lokadag ensku úrvalsdeildarinnar.

Enska landsliðið mun fylgjast grannt með stöðu mála hjá leikmanninum, en EM í Frakklandi hefst 10. júní næstkomandi.

Leikmaðurinn mun að öllum líkindum vera í hópnum sem fer til Frakklands, en Roy Hodgson, landsliðsþjálfari, mun tilkynna um hóp sinn þann 12. maí.

Þó eru einnig góðar fréttir fyrir stuðningsmenn City og Enska landsliðsins, því Joe Hart verður aðeins frá í tvær vikur, en það er betra en búist var við í fyrstu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner