fim 24. mars 2016 15:30
Alexander Freyr Tamimi
Þegar Cruyff-snúningurinn varð til
Johan Cruyff var magnaður leikmaður.
Johan Cruyff var magnaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Johan Cruyff, einn besti fótboltamaður sögunnar, lést í morgun.

Þrívegis á ferlinum fékk hann Gullknöttinn sem besti leikmaður heims og var valinn besti leikmaður HM 1974 þar sem Holland tapaði í úrslitaleik. Á því móti varð hinn svokallaði Cruyff-snúningur til.

Leikur Hollands og Svíþjóðar hafði verið hundleiðinlegur fram að þessu. Svíarnir spiluðu stífan varnarleik og Hollendingum gekk illa að brjóta þá aftur. Þá tók Johan Cruyff sig til og fíflaði varnarmanninn Jan Olsson með ótrúlegum snúningi, sem síðar fékk nafnið „Cruyff snúningurinn“.

Þessi ótrúlega fallega brella fór svo illa með Olsson og hann nánast datt. Svíinn viðurkenndi í samtali við BBC að hann hafi ekkert vitað hvaðan á sig stóð veðrið:

„Ég var ánægður, því ég króaði hann af þarna í horninu. Ég verð að vera hreinskilinn – ég botnaði ekert í því sem gerðist næst. Ég hélt ég hefði boltann en svo áttaði ég mig á því að ég hafði hann ekki. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Áhorfendur og liðsfélagar mínir, það hlógu allir að því sem þeir sáu. Eftir leikinn var þetta það eina sem fólk vildi tala um.“

Þó að leikurinn hafi endaði 0-0 varð Cruyff snúningurinn að táknmynd hollenska fótboltans. Cruyff átti svo eftir að verða mesta knattspyrnugoðsögn í sögu Hollands. Olsson verður hins vegar alltaf náunginn sem féll fyrir Cruyff snúningnum.



Hér að neðan má sjá heimildarþátt Sky Sports um Johan Cruyff:



Sjá einnig:
Tólf snilldar ummæli frá Johan Cruyff
Athugasemdir
banner
banner
banner