fim 24. mars 2016 15:10
Elvar Geir Magnússon
Tólf snilldar ummæli frá Johan Cruyff
Snillingur innan sem utan vallar.
Snillingur innan sem utan vallar.
Mynd: Getty Images
Johan Cruyff, einn besti fótboltamaður sögunnar, lést í morgun. Hann var gæddur einstökum hæfileikum á vellinum en var einnig mjög klár einstaklingur og fljótur til svars. Hann átti margar frægar setningar en Mirror tók saman tólf gullkorn sem hann lét út úr sér.

„Það er mjög einfalt að spila fótbolta, en það flóknasta er að spila einfaldan fótbolta."

„Það er bara einn bolti svo þú verður að hafa hann."

„Gæði án úrslita eru tilgangslaus. Úrslit án gæða eru leiðinleg."

„Ef ég vildi að þú myndir skilja þetta hefði ég útskýrt það betur."

„Af hverju er ekki hægt að vinna ríkara félag? Ég hef aldrei séð peningapoka skora mark."

„Fólk sem er ekki á mínu stigi getur ekki haft áhrif á heiðarleika minn."

„Allir ókostir hafa sína kosti."

„Ef ég byrja örlítið á undan öðrum að hlaupa þá virðist ég vera sneggri"

„Tækni snýst ekki um að geta haldið boltanum á lofti 1000 sinnum. Allir geta gert það með æfingu. Svo geta þeir farið að vinna í fjölleikahúsi."

„Ef þú getur ekki unnið vertu þá viss um að tapa ekki."

„Við sjáum til þess að lélegustu leikmennirnir þeirra fái boltann mest. Þá fáum við hann strax aftur."

„Á vissan hátt er ég líklega ódauðlegur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner