Sænska félagið IFK Norrköping hefur keypt Arnór Sigurðsson í sínar raðir frá ÍA.
Arnóri var boðið á reynslu hjá IFK Norrköping síðasta haust og fór hann einnig í æfingabúðir liðsins í Portúgal í byrjun þessa árs.
Arnór er 17 ára gamall en hann er fæddur árið 1999. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá Norrköping
„"Við erum gríðarlega ánægðir fyrir Arnórs hönd með þetta stóra skref á hans ferli. Arnór hefur unnið markvisst í sínum málum og á þetta svo sannarlega skilið," segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.
„Það hefur verið gríðarlega gaman að sjá hann eflast síðan hann fór að æfa reglulega með meistaraflokk og sérstaklega nú í vetur þar sem hann hefur tekið miklum framförum. Það verður spennandi að fylgjast með framgöngu hans í Svíþjóð."
Arnór spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deidlinni deild í lokaleik tímabilsins 2015 gegn ÍBV en þá var hann rétt rúmlega 16 ára gamall. Alls hefur hann spilað 25 leiki með meistaraflokki ÍA og skorað tvö mörk. Þar af á hann að baki sjö leiki í Pepsi-deildinni.
Arnór verður fjórði Íslendingurinn í leikmannahópi Norrköping en fyrir hjá félaginu eru Alfons Sampsted, Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson.
Athugasemdir