Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. mars 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Nelson sendi landsliðinu kveðju
Icelandair
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
Mynd: Getty Images
Gunnar Nelson, fremsti bardagarkappi Íslands, fylgdist að sjálfsögðu með fótboltalandsliðinu leggja Kosóvó að velli í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands.

Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi yfir og Gylfi Þór Sigurðsson bætti við öðru marki úr vítaspyrnu. Kosóvó náði að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks, en lengra komust þeir ekki.

Gunnar Nelson, sem vann Alan Jouban í bardaga í UFC um síðustu helgi, sendi strákunum kveðju eftir leikinn og óskaði þeim til hamingju með góðan sigur.

„Hamingjuóskir til íslenska landsliðsins sem vann Kosóvó á útivelli í undankeppni HM í kvöld," segir á Facebook-síðu Gunnars, sem þakkaði landsliðsfyrirliðanum, Aroni Einari Gunnarssyni, og Gylfa Þór Sigurðssynni sérstaklega. Þeir mættu á bardagann hjá honum um síðustu helgi og sáu hann bera sigur úr býtum.

Hér að neðan má sjá kveðjuna frá Gunnari ásamt mynd af honum með Gylfa, Aroni og föður sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner