Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Tímabilið búið hjá Coleman eftir skelfilega tæklingu
Coleman spilar að öllum líkindum ekki meira á þessu tímabili.
Coleman spilar að öllum líkindum ekki meira á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Það þarf kraftaverk til þess að bakvörðurinn Seamus Coleman spili eitthvað meira á þessu tímabili! Hann varð fyrir ógeðslegri tæklingu í leik Írlands og Wales í undankeppni HM nú áðan.

Við fyrstu sýn lítur Coleman út fyrir að vera illa fótbrotinn og því má búast við því að hann verði lengi frá.

Neil Taylor, leikmaður Wales, sem átti tæklinguna, fékk mjög skiljanlega að líta rauða spjaldið.

Atvikið átti sér stað um miðbik síðari hálfleiks í þessum mikilvæga leik, sem er partur af undankeppninni fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli, en næsti leikur Írlands er vináttulandsleikur gegn Íslandi á þriðjudag. Þar verður Coleman ekki með sínum mönnum.

Hér að neðan má sjá myndband, en við vörum við því.





Athugasemdir
banner
banner
banner