Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. mars 2017 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Ísland í annað sætið eftir sigur á Kosóvó
Icelandair
Björn Bergmann fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu.
Björn Bergmann fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kosóvó 1 - 2 Ísland
0-1 Björn Bergmann Sigurðarson ('25)
0-2 Gylfi Þór Sigurðsson ('34, víti)
1-2 Atdhe Nuhiu ('53)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Íslenska landsliðið sótti þrjá gríðarlega mikilvæga punkta til Albaníu í undankeppni HM í kvöld, en þar mættu okkar menn Kosóvó í gríðarlega erfiðum leik.

Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson komu Íslandi í 2-0, en þannig var staðan í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks náði Atdhe Nuhiu að minnka muninn fyrir Kosóvó.

Lengra komust heimamenn þó ekki og sigur Íslands því staðreynd. Ísland er eftir þennan leik í öðru sæti I-riðils með 10 stig, þremur stigum minna en Króatía.

Smelltu hér til að sjá mörkin úr leiknum af vefsíðu RÚV.

Næsti leikur Íslands er toppslagur gegn Króatíu á Laugardalsvelli í júní, en hér að neðan má sjá sötðuna í riðlinum í heild sinni.

Staðan í riðlinum:
1. Króatía 13 stig (+10)
2. Ísland 10 stig (+2)
3. Úkraína 8 stig (+3)
4. Tyrkland 8 stig (+2)
5. Finnland 1 stig (-5)
6. Kosóvó 1 stig (-12)
Athugasemdir
banner
banner
banner