Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Króatía vann - Spánn og Ítalía jöfn að stigum
Rosalegur leikur framundan í júní!
Króatar eru efstir í riðli okkar Íslendinga.
Króatar eru efstir í riðli okkar Íslendinga.
Mynd: Getty Images
Það þurfti að gera hlé á leik Ítalíu og Albaníu eftir að blysum var kastað inn á völlinn.
Það þurfti að gera hlé á leik Ítalíu og Albaníu eftir að blysum var kastað inn á völlinn.
Mynd: Getty Images
Spánn átti ekki í vandræðum með Ísrael.
Spánn átti ekki í vandræðum með Ísrael.
Mynd: Getty Images
Það stefnir allt í trylltan toppslag á milli Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Ísland er í öðru sæti I-riðils í undankeppni fyrir HM í Rússlandi árið 2018. Króatar eru efstir með þremur stigum meira en okkar menn þegar riðillinn er hálfnaður.

Króatía mætti Úkraínu á sínum heimavelli í Zagreb í kvöld og unnu þar naumlega. Sóknarmaðurinn Nikola Kalinic setti eina mark leiksins þegar 38 mínútur voru komnar á klukkuna.

Staðan er þannig núna í riðli okkar Íslendinga að Króatar eru á toppnum með 13 stig, við erum með tíu, Úkraína og Tyrkland eru með átta og svo reka Finnar og Kosóvó lestina.

Það voru nokkrir aðrir áhugaverðir leikir í kvöld. Írland og Wales gerðu markalaust jafntefli í D-riðli, Ítalir lögðu Albaníu í blysasýningu í Paleromo, og Spánverjar fóru létt með Ísrael í þessum sama riðli. Í G-riðlinum eru Spánn og Ítalía bæði með 13 stig.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara úr öllum þeim leikjum sem var að ljúka núna fyrir stuttu.

D-riðill
Austurríki 2 - 0 Moldóva
1-0 Marcel Sabitzer ('75 )
2-0 Martin Harnik ('90 )

Írland 0 - 0 Wales
Rautt spjald: Neil Taylor, Wales ('69)

G-riðill
Ítalía 2 - 0 Albanía
1-0 Daniele De Rossi ('12 , víti)
2-0 Ciro Immobile ('71 )

Liechtenstein 0 - 3 Makedónía
0-1 Boban Nikolov ('43 )
0-2 Ilija Nestorovski ('68 )
0-3 Ilija Nestorovski ('73 )
0-3 Ilija Nestorovski ('90 , Misnotað víti)

Spánn 4 - 1 Ísrael
1-0 David Silva ('13 )
2-0 Vitolo ('45 )
3-0 Diego Costa ('51 )
3-1 Lior Refaelov ('76 )
4-1 Isco ('88 )

I-riðill
Króatía 1 - 0 Úkraína
1-0 Nikola Kalinic ('38 )
Athugasemdir
banner
banner
banner