lau 24. mars 2018 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir varð reiður: Ekki í lagi að sparka svona á eftir manni
Icelandair
Birkir í leiknum í nótt.
Birkir í leiknum í nótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í leik Íslands og Mexíkó í nótt þegar Birkir Bjarnason, sem er venjulega mjög rólegur í skapi, varð mjög pirraður út í Miguel Layun, leikmann Mexíkó.

Þetta gerðist eftir atvik út við hliðarlínuna en Layun virtist þá sparka aftur fyrir sig eftir að boltinn fór úr leik.

Birkir tjáði sig um atvikið í samtali við mbl.is.

„Það er nátt­úru­lega ekki í lagi að sparka svona á eft­ir manni, en svona er þetta," sagði Birkir.

Það sauð allt upp úr en á endanum tókust Birkir og Layun í hendur.

„Hann sagðist hafa haldið að ég væri að fara að hefna ein­hvers. Þannig var það ekki."

Ísland tapaði leiknum 3-0 en í einkunnagjöf Fótbolta.net var það Birkir sem fékk hæstu einkunn. Í umsögn hans segir: „Flott frammistaða frá Birki á kantinum. Lagði líf og sál í þetta eins og venjan er þegar hann klæðist landsliðstreyjunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner