Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 01:03
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó: Albert byrjar
Icelandair
Aron Einar á æfingunni í gær.
Aron Einar á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem mætir Mexíkó, leikurinn fer fram í Santa Clara í Bandaríkjunum og hefst klukkan 2:30 að íslenskum tíma.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Albert Guðmundsson er í sóknarlínunni.

Albert er leikmaður PSV Eindhoven og fær áframhaldandi tækifæri eftir frábæra frammistöðu í Indónesíuverkefninu í janúar.

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliðinu eins og búist var við.

Í markinu fær Rúnar Alex Rúnarsson tækifæri og fyrir framan hann í miðverðinum eru Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason.

Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson eru meiddir og eru ekki í hópnum.



Athugasemdir
banner
banner