Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 24. mars 2018 19:30
Gunnar Logi Gylfason
Eigandi Olympiakos og Nottingham Forest kærður fyrir eiturlyfjasölu
Evangelos Marinakis hér í fyrir miðju
Evangelos Marinakis hér í fyrir miðju
Mynd: Getty Images
Evangelos Marinakis, eigandi knattspyrnufélaganna Nottingham Forest í Englandi og Olympiakos í Grikklandi, hefur verið kærður fyrir eiturlyfjasölu.

Auk Marinakis hafa þrír samstarfsmenn hans verið kærðir, samkvæmt fréttum í grískum fjölmiðlum.

Marinakis segist þó sjálfur vera saklaus og fórnarlamb samsæris.

Guardian segir frá því að þessar kærur koma í kjölfar rannsóknar á skipi þar sem fundust 2,1 tonn af heróíni árið 2014.

Í yfirlýsingu á heimasíðu Olympiakos segir Marinakis: „Saksóknin gegn mér er samsæri og hefur ekkert með sannleikann að gera."

"Ég hef aldrei verið viðriðinn þessar gjörðir sem er verið að rannsaka, því er ég alveg viss um að sakleysi mitt muni sannast."


Nottingham Forest hefur gefið það út að félagið muni ekki gefa yfirlýsingu um þetta mál eigandans, sem einnig hefur verið bendlaður við hagræðingar úrslita leikja í Grikklandi.





Athugasemdir
banner
banner
banner