Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir eftir 3-0 tap: Spiluðum varnarleikinn mjög vel
Icelandair
Heimir lætur vita af sér á hliðarlínunni í gær.
Heimir lætur vita af sér á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron spilaði bara fyrri hálfleikinn.
Aron spilaði bara fyrri hálfleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrjú núll er hundleiðinleg tala," sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir eftir tapleikinn gegn Mexíkó í nótt.

Miðað við færin í leiknum voru úrslitin of stór. Heimir er sammála því. „Ég hefði verið nokkuð sáttur við 2-0 miðað við hvernig leikurinn spilaðist."

„Mér fannst frammistaðan á margan hátt fín en þetta þriðja mark setur ljótan svip á leikinn þannig séð, að tapa 3-0 er ekki gaman. Við erum ekki vanir að fá svona mörg mörk á okkur."

„Margir áttu skínandi leik og aðrir ekki"
Heimir og teymi hans er með stóran hóp í þessu verkefni og er markmiðið að leita að svörum.

„Við vorum alltaf inn í leiknum og áttum möguleika að skora. Þeirra mörk voru ólík því sem við fáum vanalega á okkur. Almennt er ég nokkuð ánægður með frammistöðuna."

„Það voru margir leikmenn sem áttu skínandi leik og aðrir ekki. Við erum að þessu til að fá svör. Við erum með stóran hóp og menn fá tækifæri, sumir nýta það vel og aðrir ekki. Það er kostnaðarsamt að leita að svörum," sagði Heimir.

Skrýtið að tala um góðan varnarleik eftir 3-0 tap
Heimir var nokkuð sáttur með varnarleikinn, að minnsta kosti framan af, þrátt fyrir að leikurinn hafi endað eins og hann endaði.

„Það er ömurlegt að segja þetta eftir að hafa fengið þrjú mörk á sig en við spiluðum varnarleikinn okkar mjög vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn framúrskarandi."

„Við gerðum nokkuð marga hluti vel, hér voru leikmenn að spila sem hafa ekki spilað mikið í þessum hópi. Það getur verið kostnaðarsamt á móti liði eins og Mexíkó en öðruvísi fáum við ekki svör, nema við gefum mönnum tækifæri."

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fór af velli í hálfleik en hann hefur verið tæpur vegna meiðsla.

„Það er alltaf missir þegar hann er ekki með okkur. Við erum með menn sem geta fyllt í hans skarð. Það hefði verið óráðlegt að spila hon­um leng­ur, hann er að koma til baka. Það er mikilvægur kafli hjá honum með Cardiff og vonandi getur hann klárað það með sóma."

Viðtalið má sjá með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner