Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   lau 24. mars 2018 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holgate fær viðvörun eftir að hafa talað illa um samkynhneigða
Gerðist þegar hann var 15 ára
Mason Holgate, liðsfélagi Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hefur fengið viðvörun frá enska knattspyrnusambandinu eftir að gömul tíst hans, frá 2012 voru rifjuð upp.

Í tístunum lét Holgate ljót orð falla um samkynhneigða.

Hinn 21 árs gamli Holgate, sem var 15 ára þegar hann birti tístin, þarf að fara á námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu svo svona muni gerist ekki aftur.

Knattspyrnusambandið rannsakaði málið ítarlega en Holgate eyddi Twitter-reikingi sínum eftir leik gegn Liverpool í janúar. Hann sakaði Roberto Firmino um kynþáttafordóma í þeim leik.

Það var líka rannsakað en niðurstaðan í því var sú að ekki voru nægar sannanir til að dæma Firmino.
Athugasemdir