lau 24. mars 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lee Bowyer tímabundinn stjóri Charlton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Lee Bowyer hefur verið ráðinn sem tímabundinn knattspyrnustjóri Charlton Athletic í ensku C-deildinni.

Charlton er uppeldisfélag Bowyer en hann gerði garðinn frægan á miðjunni hjá Leeds United í kringum aldamótin.

Bowyer lék síðar fyrir West Ham, Newcastle, Birmingham og Ipswich áður en hann lagði skóna á hilluna 2012.

Bowyer var ráðinn aðstoðarstjóri Karl Robinson hjá Charlton í júlí og tekur við taumunum eftir að Robinson ákvað að taka við Oxford United, sem er sjö stigum eftir Charlton.

Charlton er í níunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá umspilssæti. Liðið er búið að fá eitt stig úr síðustu fjórum leikjum og á Bowyer að rétta gengið við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner