Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. mars 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Góður sigur hjá meisturunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA 3 - 1 FH
1-0 Margrét Árnadóttir ('17)
2-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('31, víti)
3-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('66)
3-1 Marjani Hing-Glover ('80)

Íslandsmeistarar Þórs/KA áttu ekki í teljandi vandræðum með FH í Lengjubikarsleik í Boganum í dag.

Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir á 17. mínútu en staðan var 2-0 í hálfleik þar sem Anna Rakel Pétursdóttir hafði bætt við öðru marki fyrir hlé, og var það úr vítaspyrnu.

Um miðjan seinni hálfleikinn bætti Hulda Ósk Jónsdóttir við þriðja markinu áður en Marjani Hing-Glover, sem kom frá Haukum, minnkaði muninn fyrir FH.

Lokatölur 3-1 og er þetta annar sigur Þórs/KA í röð. Liðið er með sjö stig eftir að hafa leikið sína fimm leiki, í þriðja sæti - liðið er komið í undanúrslit. Þetta var líka síðasti leikur FH en liðið endar með þrjú stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner