Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. mars 2018 21:30
Gunnar Logi Gylfason
PSG hefur samband við umboðsmann Conte
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Paris Saint-German hafa hafið viðræður við umboðsmann Antonio Conte, stjóra Chelsea, um að hann taki við liðinu af Unai Emery í sumar. En samningur þess síðarnefnda mun renna út í lok tímabils.

Conte vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og komst í úrslit FA-bikarsins á sínu fyrsta tímabili með liðið en ekki gengur jafn vel í ár.

Liðið situr í 5.sæti og gæti hæglega misst af Meistaradeildarsæti. Þó er liðið komið í undanúrslit bikarsins þar sem liðið mætir Southampton.

Conte hefur talað um að hann hafi mikinn metnað en stjórnin hjálpi sér ekki nóg.

„Þegar þú ert með góðan stjóra og mikinn pening til að eyða muntu líklega eiga gott tímabil."

„Ég hef mikinn metnað en ég hef ekki mikinn pening fyrir Chelsea. Félagið veit fullvel hver mín hugmynd er, hver minn metnaður er. Það er ljóst. Þegar þú ákveður að vinna með svona þjálfara verðurðu að skilja að þú ert með metnaðarfullan þjálfara. Ekki tapara heldur sigurvegara og metnaðurinn þarf að dreifa sér," sagði Antonio Conte fyrir leik gegn Manchester City fyrir nokkrum vikum og augljóst er að stjórinn er ekki sáttur út í stjórn félagsins.

Erfitt verður fyrir Chelsea að halda Conte ef PSG vill fá hann á meðan samband hans og stjórnarinnar er svo slæmt.
Athugasemdir
banner