lau 24. mars 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo á miklu skriði - Þriðji markahæsti landsliðsmaðurinn
Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016.
Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er á eldi, ef svo mætti segja. Hann hefur skorað 19 mörk í síðustu níu leikjum sínu, með félagsliði og landsliði.

Hann skoraði tvennu í gær þegar Portúgal lagði Egyptaland að velli. Mohamed Salah hinn sjóðheiti leikmaður Liverpool kom Egyptum yfir, en Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í uppbótartímanum.

Ronaldo, sem varð Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016, er nú kominn með 81 landsliðsmark í 148 leikjum. Það er gífurlega flottur árangur hjá þessu magnaða fótboltamanni.

Ronaldo er núna þriðji markahæsti landsliðsmaður sögunnar en á undan honum eru Ali Daei frá Íran (109 mörk) og Ferenc Puskás frá Ungverjalandi (84 mörk).

Ronaldo er 33 ára og aldrei að vita nema hann muni standa uppi sem markahæsti landsliðsmaður sögunnar.

Þess má geta að Lionel Messi er kominn með 61 mark í 123 landsleikjum fyrir Argentínu. Messi er þrítugur, á 31. aldursári.

Hér að neðan eru mörk Ronaldo frá því í gær.





Athugasemdir
banner
banner
banner