lau 24. mars 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmlega 100 enskir stuðningsmenn handteknir í Amsterdam
Það voru læti í enskum stuðningsmönnum á EM í Frakklandi í fyrra og slógust þeir við rússneska stuðningsmenn.
Það voru læti í enskum stuðningsmönnum á EM í Frakklandi í fyrra og slógust þeir við rússneska stuðningsmenn.
Mynd: Getty Images
Um 90 enskir stuðningsmenn voru handteknir í hollensku höfuðborginni Amsterdam í gærkvöldi. Vináttulandsleikur Hollendinga og Englands var í borginni.

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, skoraði eina mark leiksins á Amsterdam Arena í gær.

Margir af stuðningsmönnum Englands hagaði sér ekki nægilega vel í ferð sinni til Amsterdam þar sem 25 höfðu verið handteknir á fimmtudaginn. Það voru því fleiri en 100 Englendingar handteknir í Amsterdam á tveimur dögum.

Að sögn lögreglu í borginni voru mikil læti í Rauða hverfinu og var óeirðarlögregla kölluð á svæðið.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var ósáttur með stuðningsmennina og gagnrýndi þá eftir sigurinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner