Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 24. mars 2018 05:34
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Sverrir Ingi: Heimir vildi prófa mig á miðjunni
Icelandair
Sverrir komst í gott færi í fyrri hálfleiknum.
Sverrir komst í gott færi í fyrri hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af þessum leik," sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 3-0 tapið gegn Mexíkó í nótt.

Lestu um leikinn: Mexíkó 3 -  0 Ísland

„Þeir fá í raun bara eitt færi í leiknum þegar þeir skora annað markið. Svo skora þeir úr aukaspyrnu í fyrri hálfleiknum og ég held að það sé heppnisstimpill yfir þessu þriðja marki. Hann ætlar að senda boltann fyrir og hann enndar í netinu," bætti hann við.

„Í þokkabót fengum við fullt af færum til að skora en þetta datt með þeim en ekki okkur í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður, þeir ná aldrei að opna okkur og við fáum tvö dauðafæri til að skora. Markmaðurinn þeirra gerir mjög vel í bæði skiptin. Við hefðum getað verið yfir í hálfleik en svo reynum við að færa liðið framar á völlinn í seinni hálfleik og fáum á okkur mark í andlitið og þá var lítið eftir. Við gáfum okkur alla í þetta og spiluðum við gott lið. Við getum tekið helling jákvætt út úr þessum leik."

Sverrir Ingi spilaði fyrri hálfleik í miðverði og seinni á miðjunni.

„Ég er fyrst og fremst hafsent og hef spilað meira og minna þar allan minn feril. Heimir vildi prófa mig þar og ég geri bara það sem þjálfarinn vill. Ég reyndi að leggja eins vel fram og ég gat. Það eru aðeins meiri hlaup en í hafsentinum en það er gaman að prófa eitthvað nýtt og við verðum að geta leyst fleiri en eina stöðu ef þess kemur."
Athugasemdir
banner
banner
banner